
Nesvottun – umhverfisvottun Snæfellsnes
Snæfellsnes er í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærni, og verkefnið Umhverfisvottun EarthCheck á svæðinu hefur markvisst styrkt stöðu svæðisins á þessu sviði. Verkefnið nær yfir öll fjögur sveitarfélögin á Snæfellsnesi og er unnið í nánu samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, sem hefur veitt faglega ráðgjöf, mælingar og stuðning við innleiðingu sjálfbærniverkefnisins. Verkefnastjóri Snæfellsness ber ábyrgð yfirsýn verkefnisins og hefur lagt sérstaka áherslu á að móta skýra sjálfbærnistefnu og framkvæmdaáætlun sem byggir á viðurkenndum alþjóðlegum stöðlum og framúrskarandi frammistöðu í umhverfisstjórnun.
EarthCheck er alþjóðlega viðurkenndur vottunaraðili sem fylgir ISO stöðlum og tekur mið af öllum 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SDG). Vottunarkerfið er hannað til að meta, fylgjast með og bæta umhverfis- og samfélagslegan árangur svæða og fyrirtækja, og því er sérlega mikilvægt fyrir Snæfellsnes sem vinsælt ferðamannasvæði. Árleg úttekt óháðs aðila tryggir gagnsæi og áreiðanleika vottunarinnar, sem veitir bæði sveitarfélögum, fyrirtækjum og almenningi traust á að markmið sjálfbærniverkefnisins séu raunhæf og mælanleg.
Upplýsingar um verkefnið, sjálfbærnistefnu, framkvæmdaáætlun og EarthCheck vottunarsamtökin eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins og á samfélagsmiðlum. Þar geta íbúar, ferðamenn og aðrir hagsmunaaðilar fylgst með samstarfsverkefnum, aðgerðir sveitarfélaganna í sjálfbærnimálum og fræðslu og viðburðum svo fátt eitt sé nefnt.
Verkefnastjóri, Guðrún Magnea Magnúsdóttir, gudrun@nsv.is