Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, bjóða til málþings í nýju Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi þann 12. apríl nk.
n
Drifkraftur einkennir samfélagið á Snæfellsnesi sem vill áfram vera leiðandi á sviði samstarfs og umhverfismála. Vilji er til þess frá heimamönnum að Snæfellsnes verði fyrsta UNESCO Man and Biosphere svæðið á Íslandi.
n
Til umfjöllunar verður UNESCO Man and Biosphere verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Nú þegar hafa yfir 700 svæði, í 124 löndum, uppfyllt skilyrði til að komast í þennan hóp. MAB svæði búa yfir náttúruminjum og vistkerfum sem hafa mikla sérstöðu og alþjóðlegt verndargildi. Þar er unnið eftir samfélagssáttmála; milli atvinnulífs, íbúa og stjórnsýslueininga. Um er að ræða vettvang fyrir miðlun þekkingar og fræðslu um sjálfbæra nýtingu auðlinda og samfélagslega þátttöku. Sýna þarf fram á stjórnunaráætlun, breiða þátttöku samfélagsins og áætlun um fræðslu og rannsóknir.
n
Takið daginn frá